Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 08:00

Gleðilegt sumar!

Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og því miður ekkert  um opin golfmót, enda veturinn búinn að vera óvenjuharður og sumarið virðist fara seint af stað.

Aðeins var auglýst eitt opið mót hjá GM, en því hefir verið frestað.

Í fréttatilkynningu frá GM sagði:

Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður Sumardagsmót GM, sem fram átti að fara á morgun sumardaginn fyrsta á Hlíðavelli, vegna veðurspár. Ljóst er að veðuraðstæður til golfiðkunar verða ekki ákjósanlegar á morgun. Þar sem veðurspá fyrir helgina er ekki hagstæð er ljóst að mótið verður ekki flutt til að þessu sinni.“

Í fyrra, 2014 fóru fram 5 golfmót Sumardaginn fyrsta, en það má rifja upp með því að SMELLA HÉR: 

Eins og menn muna var sumarið í framhaldinu hins vegar ekkert gott og vonandi að því sé öfugt farið nú þ.e. sumarið byrji hægt en verði gott.

Golf 1 óskar öllum kylfingum góðs golfsumars með mörgum skemmtilegum golfhringjum og tilheyrandi forgjafarlækkunum! Megið þið öll ná takmarki ykkar í sumar!