Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 07:07

Vonn elskar golf – Myndskeið

Skíðadrottningin Lindsey Vonn var í viðtali hjá bandaríska sjónvarpsþáttastjórnandanum Seth Meyers og var þar m.a. spurð að því hvernig henni líkaði við golf og hvort hún hefði horft á golf áður en hún byrjaði með Tiger.

Lindsey svaraði ekki spurningunni heldur sagði: „Ég elska golf“

Nokkuð fyndið svar, þar sem hún sneiddi hjá því að svara því sem spurt var um og ….  þegar Meyers hjó enn frekar eftir svari við spurningu sinni, svaraði Vonn aftur: „Ég elska golf“‘… nú aðeins meira hikandi.

Hvort hún virkilega geri það eða sé bara góð kærasta?  Seinni part spurningarinnar lagði Seth Meyers fyrir Vonn sem svaraði : „Ég er góð kærasta.“

Viðtal Meyers við Vonn má sjá með því að SMELLA HÉR: