Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2015 | 14:00

Jordan Spieth sýnir meiri klassa en evrópskar stórstjörnur

Eftir að Jordan Spieth sigraði á Masters risamótinu flaug hann til New York og veitti 25 viðtöl á 24 klukkustundum.

Þrátt fyrir augljósa þreytu sagði hann já, hann myndi spila í RBC Herritage í Suður-Karólínu og er einnig búinn að segja að hann muni verða með í 2 mótum í heimaríki sínu Texas, holukeppi í San Francisco af því að það er heimsmót og auðvitað Players mótinu sem er þar stuttu á eftir.

Klassanáungi.

Ólíkt stjörnukylfingum í Evrópu, sem bera fyrir sig þreytu og segjast ekki ætla að mæta í flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar BMW PGA á Wentworth, þá Ian Poulter, sem hefði verið Ryder Cup í guðatölu á heimavelli auk nr. 3 Henrik Stenson og nr. 10 Sergio Garcia.

Þeim hefir öllum ekkert gengið sérstaklega í mótinu og vilja fremur vera að spila í Bandaríkjunum.  Svona að því gefnu að þeir voru í Ryder Cup á síðasta ári þá hefði nú mátt búast við meiri hollustu við Evrópumótaröðina, sem á undir högg að sækja við mót á PGA Tour mótaröðina bandarísku hvað m.a. verðlaunafé varðar.

Ágætis grein um þetta má sjá með því að SMELLA HÉR: