Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2015 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór Emil hófu leik á svæðismóti GAC í Arkansas í gær

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GM hófu leik í gær á Great American Conference (GAC) Championship Tournament, þ.e. svæðismóti, sem fram fer í Hot Springs CC í Hot Springs, Arkansas.

Þeir Ari og Theodór Emil eru búnir að standa sig vel í háskólamótum á undanförnum 2 vikum; en þann 6.-7. apríl s.l. tóku þeir t.a.m. þátt í Bear State Bank Invitational, sem fram fór í Big Creek CC, en mótið nefndist líka HSU First Federal Invitational.  Þar varð Ari T-20; lék samtals á 153 höggum (76 77) en Theodór Emil T-23; lék á 154 höggum (77 77), en alls voru þátttakendur 50 frá 9 háskólum.  Lið Arkansas Monticello varð í 5. sæti af 9 sem þátt tóku og áttu Ari og Theodór Emil sinn þátt í árangri liðsins en þeir voru á 2. og 3. besta heildarskori liðsins.  Til þess að sjá lokastöðuna í HSU First Federal Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Karla og kvennalið Arkansas Monticello

Karla og kvennalið Arkansas Monticello

Í næsta móti, sem var einvígi milli tveggja háskóla í Arkansas; Monticello háskóla. liðs þeirra Ara og Theodórs Emils annars vegar og Southern Arkansas hins vegar hafði Monticello betur og hlaut hinn eftirsótta Arkansas Cup.  Það skal tekið fram að það eru bæði karla- og kvenna golflið háskólanna sem keppa í þessu móti og keppa allir sem einstaklingar.  Theodór Emil varð T-2 þ.e. deildi 2. sætinu með liðsfélaga sínum Hunter Smith og Ari varð T-4.  Til þess að sjá lokastöðuna í 2015 UAM og SAU Dual  SMELLIÐ HÉR: 

Loks kepptu þeir Ari og Theodór Emil þann 13.-14. apríl s.l. á  Natural State Golf Classic, en mótið fór fram á Red Apple Inn and Country Club í Heber Springs, Arkansas. Þátttakendur voru lið 9 háskóla og hafnaði lið Monticello í 6. sæti af 9 þátttakendum.  Ara gekk mjög vel í mótinu en hann varð T-13, lék á 143 höggum (70 73) og Theodór Emil varð T-24 á 148 höggum (75 73).  Sjá má úrslitin í Natural State Golf Classic með því að SMELLA HÉR:  

En nú eru svæðamótin sem sagt hafin um öll Bandaríkin þessa vikuna og marka þau ásamt landsmótunum (ef liðin komast áfram) lokamót hvers keppnistímabils við háskólana.