Ólöf María Einarsdóttir, GHD. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2015 | 15:05

Ólöf María lauk keppni í 25. sæti á Írlandi

Ólöf María Einarsdóttir, GHD, tók þátt í Irish Girls Open Strokeplay Championship, sem stóð dagana 18.-19. apríl 2015 og lauk í dag.

Þátttakendur voru 71.

Ólöf María (4 í forgjöf) lék á samtals 20 yfir pari, 154 höggum (79 75 79) og lauk keppni í 25. sæti, sem er ágætis árangur!

Sigurvegari mótsins varð heimakonan Olivia Mehaffey, sem hafði betur í bráðabana við Samönthu Fuller frá Englandi, en báðar léku þær 72 holurnar hefðbundnu á 5 yfir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Irish Girls Open Strokeplay Championship SMELLIÐ HÉR: