Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 16:00

LET Access: Valdís Þóra lauk keppni í 35. sæti á Dinard mótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL lauk keppni á Open Generali de Dinard mótinu í dag.

Hún lék á 10 yfir pari, 217 höggum (74 71 72) og hafnaði í 35. sæti af þeim 53 sem komust í gegnum niðurskurðinn.  Frábær árangur hjá Valdísi Þóru, sem þarna er að keppa við margar sterka keppendur, þær bestu í Evrópu sem hafa spilað á LET.  Hvernig svo sem gengið hefir verið þá er þetta frábær reynsla!!!

Á lokahringnum, sem Valdís Þóra lék á 3 yfir pari, 72 höggum en Dinard völlurinn er par-69; fékk Valdís Þóra 4 fugla, 3 skolla og 2 skramba.

Sigurvegari í mótinu varð heimakonan Sophie Giquel-Bettan og í 2. sæti varð Virginia Espejo frá Spáni; en báðar hafa þær spilað á LET (þ.e. Evrópumótaröð kvenna) – Sjá má nýlega kynningu Golf 1 á Giquel Bettan með því að SMELLA HÉR og kynningu á Espejo með því að SMELLA HÉR: 

Um frammistöðu sína í mótinu skrifaði Valdís Þóra eftirfarandi á facebook síðu sína:

„Fyrsta mótinu á mótaröðinni lokið. Endaði í 35. Sæti sem er allt i lagi miðað við fyrsta hringinn hjá mer og mistökin sem ég var að gera í þessu móti. Miklu meira sem var gott heldur en slæmt þó og það er jákvætt og nu er bara að vinna í því sem þarf þar til næsta mót byrjar! Næsta mót er á stórfurðulegum velli í Lugo á Spáni, fjarri allri menningu! Það byrjar 29. mai!“

Sjá má lokastöðuna í Open Generali de Dinard mótinu með því að SMELLA HÉR: