Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2015 | 08:00

PGA: Troy Merritt efstur í hálfleik RBC Heritage – jafnaði vallarmet!

Bandaríski kylfingurinn Troy Merritt er efstur eftir 2. dag RBC Heritage.

Hann átti lægsta skor á 2. degi, 61 glæsihögg og er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 130 höggum (69 61) og fór úr T-8 í 1. sætið milli hringja!

Merritt á 4 högg á þá sem næstir koma en það eru Matt Kuchar og John Merrick sem báðir eru búnir að spila á samtal 8 undir pari, hvor.

Merritt jafnaði vallarmet; sem og mótsmet, sem David Frost setti fyrir 21 ári, þ.e. 1994.  Jafnframt á Merrit ásamt þeim Ryan Palmer (PGA West (Nicklaus) Humana Challenge in partnership with the Clinton Foundation) og Justin Thomas (Waialee Country Club Sony Open í Hawaii) lægstu hringi í móti á PGA Tour það sem af er 2015, þ.e. 61 högg!

Bestum árangri á 2. hring náði þó Masters meistarinn Jordan Spieth en hann fór upp um heil 79 sæti var í 86. sæti eftir fremur slælegan 1. hring upp á 74 högg, en kom tilbaka á glæsilegum 62 höggum og er því samtals á 6 undir pari, 136 höggum (74 62) og er T-7 þ.e. jafn 4 öðrum kylfingum í 7. sæti.

Hér má sjá besta högg 2. hrings en það átti Spieth þegar hann setti niður einn af 9 fuglum, sem hann fékk á hringnum – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Spennandi dagur framundan á RBC Herritage!

Til þess að sjá stöðuna á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: