PGA: Troy Merritt efstur í hálfleik RBC Heritage – jafnaði vallarmet!
Bandaríski kylfingurinn Troy Merritt er efstur eftir 2. dag RBC Heritage.
Hann átti lægsta skor á 2. degi, 61 glæsihögg og er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 130 höggum (69 61) og fór úr T-8 í 1. sætið milli hringja!
Merritt á 4 högg á þá sem næstir koma en það eru Matt Kuchar og John Merrick sem báðir eru búnir að spila á samtal 8 undir pari, hvor.
Merritt jafnaði vallarmet; sem og mótsmet, sem David Frost setti fyrir 21 ári, þ.e. 1994. Jafnframt á Merrit ásamt þeim Ryan Palmer (PGA West (Nicklaus) Humana Challenge in partnership with the Clinton Foundation) og Justin Thomas (Waialee Country Club Sony Open í Hawaii) lægstu hringi í móti á PGA Tour það sem af er 2015, þ.e. 61 högg!
Bestum árangri á 2. hring náði þó Masters meistarinn Jordan Spieth en hann fór upp um heil 79 sæti var í 86. sæti eftir fremur slælegan 1. hring upp á 74 högg, en kom tilbaka á glæsilegum 62 höggum og er því samtals á 6 undir pari, 136 höggum (74 62) og er T-7 þ.e. jafn 4 öðrum kylfingum í 7. sæti.
Hér má sjá besta högg 2. hrings en það átti Spieth þegar hann setti niður einn af 9 fuglum, sem hann fékk á hringnum – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Spennandi dagur framundan á RBC Herritage!
Til þess að sjá stöðuna á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
