Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 20:45

Evróputúrinn: Uihlein efstur e. 2. dag á Shenzhen International

Það er bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein, sem tekið hefir forystu á Shenzhen International en mótið er samtarfsverkefni Evróputúrsins og Asíumótaraðarinnar.

Mótið fer fram í Genzon golfklúbbnum í Shenzhen, Kína.  Meðal hæst rönkuðu þátttakenda er Masters meistarinn 2012 og 2014, Bubba Watson, en honum hefir ekkert gengið sérlega vel; er sem stendur T-42 á sléttu pari (70 74).

Uihlein er búinn að spila frábært golf, er á 9 undir pari í hálfleik 135 höggum (67 68).

Í 2. sæti, fast á hæla honum er thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat á 136 höggum (67 69).

Til þess að sjá stöðuna í Shenzhen í hálfleik SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags í Shenzhen SMELLIÐ HÉR: