Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 20:00

Evróputúrinn: Keith Pelley skipaður framkvæmdastjóri

Keith Pelley hefir verið skipaður framkvæmdastjóri European Tour (ísl: Evróputúrsins) og tekur hann við stöðunni úr hendi George O´Grady, sem gengt hefir stöðunni á undanförnum misserum og stundum ekki alveg gagnrýnislaust.

Pelley er fæddur 11. janúar 1964 – er kvæntur og á 2 börn, Jason og Hope.

Pelley hefir átt einstaklega góðan starfsferil en hann er sem stendur forseti Rogers Media, sem er fjölmiðlasamsteypa í Kanada og er þar í forsvari fyrir m.a. 51 útvarpsstöð, 56 útgáfur, 12 sjónvarpsstöðvar og er með ábyrgð allra viðskipta fjölmiðlarisans sem m.a. á Toronto Blue Jays, sem er eina alvöru hafnaboltalið Kanada

Pelley er sem stendur félagi í Lambton Golf and Country Club, og Goodwood Golf Club í Kanada.

Hann er með 5 í forgjöf – sem sagt slarkfær kylfingur … og nú framkvæmdastjóri Evróputúrsins!