Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1 LEIÐRÉTT FRÉTT GOLF1: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð á Dinard mótinu!!!!
Hér verður leiðrétt eftirfarandi frétt Golf1 SMELLIÐ HÉR: en fréttin sem bar yfirskriftina „LET Access: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra komust ekki gegnum niðurskurð“ var ekki nema að hálfu leyti rétt.
Hið ranga við fréttina er að sagt var að Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefði ekki komist í gegnum niðurskurð!!! Hið rétta er að Valdís Þóra slapp í gegnum niðurskurð!!!
Lengi vel í dag var búist við að niðurskurður yrði miðaður við 4 yfir pari. Nokkrir keppendur áttu eftir að ljúka leik þegar röng frétt Golf1 var birt kl. 14:00 (að íslenskum tíma).
Vegna ýmissa atriða m.a. slæms gengis þeirra sem áttu eftir að ljúka leik, færðist niðurskurðarlínan ofar og stöðvaðist við 7 yfir pari, en það var einmitt heildarskor Valdísar Þóru og dugði til þess að komast í gegn, en Valdís Þóra lék á 7 yfir pari, 145 höggum (74 71).
Aðeins 2 höggum munaði að Ólafía Þórunn hefði líka komist í gegnum niðurskurð en hún lék á 9 yfir pari, 147 höggum (72 75).
Valdís Þóra fær því að spila lokahringinn á morgun. Jafnhliða því sem Valdís Þóra er beðin afsökunar á rangri frétt þá er henni innilega óskað til hamingju með góðan árangur!
Valdís Þóra skrifaði m.a. á facebook síðu sína:
„Það er líklega topp 5 óþægileg tilfinning að klára hring 2 snemma og þurfa svo að bíða allan daginn til þess að sjá hvort spilamennskan dugaði til þess að komast í gegnum köttið. Ekki hjálpar það þegar stelpan í síðasta hollinu þarf bara að fa eitt bogey a siðustu 4 holunum og þá dettur þú inn! En það gekk eftir og ég rétt komst í gegnum köttið eftir að hafa spilað ágætlega í dag en sett tvo bolta Out of Bounds að óþörfu! Rástími verður i fyrra lagi í fyrramálið, um 9 leitið myndi ég halda, og fókusinn settur á að hafa gott tempó í sveiflunni með öllum kylfum! Ég flýg svo yfir til London annað kvöld og þaðan til Spánar í áframhaldandi æfingar fram að næsta móti! 1/1.“
Til þess að sjá stöðuna á Dinard mótinu, sem lýkur á morgun SMELLIÐ HÉR:
Næsta mót á LET Access er OCA Augas Santas Ladies International Open, sem hefst í Lugo á Spáni 29. apríl n.k.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
