Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 15:00

PGA: Every og McDowell leiða e. 1 dag

Í gær hófst RBC Heritage mótið, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Efstir eftir 1. dag eru þeir Graeme McDowell (G-Mac)og Matt Every, en þeir spiluðu báðir á 5 undir pari, 66 höggum.

Hér má sjá viðtal við G-Mac eftir 1. hring RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: 

Einn í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Sang Moon Bae frá S-Kóreu þ.e. á 4 undir pari, 67 höggum

Fimm kylfingar deildu síðan 4. sætinu á 3 undir pari, 68 höggum en þeirra á meðal var Matt Kuchar.

„Gullna drengnum“, þ.e. sigurvegara The Masters risamótsins í ár, Jordan Spieth gengur ekki vel; hann er T-19 á 2 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: