Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 14:00

LET Access: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra komust ekki gegnum niðurskurð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tóku þátt í fyrsta móti sínu á LET Access mótaröðinni, á þessu keppnistímabili, þ.e. Open Generali de Dinard, sem fram fer í Dinard, Frakklandi 16.-18. apríl 2015.

Þetta er sterkt mót með mörgum sterkum heimakonum, sem leikið hafa á LET s.s. Sophie Giquel-Bettan og Astrid Vayson de Pradenne.

Ólafía Þórunn og Valdís Þóra hafa báðar leikið 2 hringi og því miður komst hvorug þeirra í gegnum niðurskurð.

Valdís Þóra lék á samtals 7 yfir pari, 145 höggum (74 71) en Ólafía Þórunn á 9 yfir pari, 147 höggum (72 75).

Niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Dinard mótinu, sem lýkur á morgun SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót á LET Access er OCA Augas Santas Ladies International Open, sem hefst í Lugo á Spáni 29. apríl n.k.