Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 07:00

EPD: Besti árangur Þórðar Rafns í ár!

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Open Casa Green Golf 2015 golfmótinu, sem fram fór i Casa Green golfklúbbnum í Casablanca í Marokkó.

Mótið, sem er hluti hinnar þýsku Pro Golf Tour stóð 14.-16. apríl og lauk í gær.

Þórður Rafn lék hringina 3 á 5 undir pari, 211 höggum (69 72 70) og varð T-8, þ.e. jafn 3 öðrum í 8.-11. sæti.

Þórður Rafn var aðeins 4 höggum á eftir sigurvegara mótsins, Þjóðverjanum Nicolas Meitingar, sem lék á samtals 9 undir pari.

Glæsilegur árangur þetta hjá Þórði Rafni!

Sjá má lokastöðuna í Open Casa Green Golf 2015 mótinu með því að SMELLA HÉR: