Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2015 | 11:45

Michael Greller fór úr stærðfræðikennslu í kaddýstörf fyrir Spieth… og sér ekki eftir því!

Michael Greller kenndi stærðfræði og raunvísindi í 6. bekk í 10 ár og þótti fremur strangur kennari, sem þó undir niðri bar ekkert nema hag nemenda sinna fyrir brjósti.

Greller og Spieth

Greller og Spieth

Greller ætlaði sér aldrei að vera kaddý.  Hann er „scratch-ari“ sjálfur (þ.e. með forgjöf um 0) og var áhorfandi á U.S. Amateur Public Links Championship í Gold Mountain golfklúbbnum árið 2006 þegar hann tók eftir strák sem bar poka sinn sjálfur.  Þetta var Matt Savage nemandi í Florida State carrying his own bag, og var pirraður eftir 1. hring sem hann lék á 75 höggum. Greller bauðst til þess að bera pokann fyrir hann frítt.  Um það sagði Greller: „Við fórum í fjórðungsúrslitin og ég féll alveg fyrir kaddýstörfunum.“

Næsta sumar fluttist Greller nær Chambers Bay til þess að geta verið kaddý á US Amateur árið 2010. Hann var kaddý þar 10-12 sinnum eftir að vinnudegi hans í skólaum lauk.  Hann bar m.a. pokann eitt sinn fyrir vin Rory McIlroy, Justin Thomas.

Einu ári síðar, 2011, var Greller enn að kaddýast á unglingamótum fyrir USGA (golfsamband Bandaríkjanna) í Pacific Northwest.  US Junior Amateur átti að fara fram á Gold Mountain og Thomas var orðinn of gamall til þess að taka þátt og nú vantaði Greller nýjan kylfing til að geta kaddýast fyrir. Thomas mælti með honum við annan kylfing Gavin Hall en sá úlnliðsbrotaði og varð að draga sig ur mótinu. Nú voru góð ráð dýr og enginn til að kaddýast fyrir.

„Ég man það enn eins og það hefði gerst í gær,“ sagði Greller. „Ég fór út að hlaupa. Þegar ég kom aftur var Jordan í símanum.“

Hann vantaði kylfubera og Greller sló til.

Á fyrstu holunni sem ég var kylfuberi Jordan gaf ég honum rangar upplýsingar. Ég var svo stressaður. Við byrjuðum á 10. holu en eg gaf honum upplýsingarnar fyrir 1. holu,“ segir Greller hlægjandi. „Hann var ekkert að fljúga undir radarnum; búist var við þvi að hann myndi sigra  Allt annað en sigur og við hefðum ekki staðið undir væntingum.“

Til þess að gera langa sögu stutta uppfylltu þeir væntingar allra. Spieth var ásamt Tiger Woods sá eini til þess að sigra í U.S. Junior Amateur oftar en einu sinni.

Og hann bað Greller um að halda áfram að vera á pokanum hjá sér á US Amateur þremur vikum síðar; en Greller hafði þegar lofað að vera á pokanum fyrir Thomas. Hann hélt samt sambandi og þegar Spieth fékk keppnisrétt á Opna bandaríska 2012 var Greller aftur á pokanum. Þeir komust í mótið eftir að Brandt Snedeker dró sig úr því og þeir gerðu það besta úr tækifærinu, Spieth landaði 21. sætinu og fékk verðlaunin fyrir að vera sá áhugamaður, sem var með lægsta skorið.

Þetta varð til þess að náunginn sem tekið hafði sér einnar viku ólaunað frá frá kennslu 6. bekkjar í stærðfræði að hugsa um að breyta um starfsvettvang. „Fyrir mig að fara þarna inn (á völlinn) og hjálpa þeim varð til þess að ég fór að hugsa um að gera þetta heilsdags.“

1-a-Greller

Þegar Spieth gerðist atvinnumaður á síðasta ári hringdi pabbi Spieth, Shawn í Greller og spurði hann hvort hann hefði áhuga á að vera kaddý sonar síns allt árið. Og þannig kom það til að deginum fyrir vetrarfrí í Narrows View Intermediate School á síðsta ári tók stærðfræðikennarinn sér 1 árs launalaust leyfi til þess að gerast kylfuberi tánings í fullu starfi svona til reynslu í 1 ár til að sjá hvernig sér líkaði það.

Eg vildi virkilega finna einhvern sem vildi ferðast með mér allan tímann og vera með mér jafnvel þegar ég var ekki að spila vel,“ sagði Spieth. „Michael er vinur, en hefir einnig reynslu af því að vera á pokanum með mér. Þetta var auðveld ákvörðun.“

Það sem gerðist síðan vita flestir sem fylgjast vel með golfi. Spieth var með engan status á PGA Tour en fékk að spila í tveimur mótum á Web.com þar sem hann varð meðal efstu 7 í bæði skiptin; hann fékk síðan að taka þátt í Puerto Rico Open í PGA Tour í boði styrktaraðila og varð T-2 í því móti; hann varð síðan í 8 skipti meðal topp-10 á stærstu mótaröðunum og sigraði í John Deere Classic og var auk þess val Fred Couples í Forsetabikars lið Bandaríkjanna.

Það var eftir 2. af þessum topp-10 áröngrum á PGA Tour þegar Spieth varð í 7. sæti á Tampa Bay Championship, sem Greller hringdi í skólann sinn í mars á s.l. ári og sagði upp.  Hann réði sig í fullt starf hjá Spieth. Hann sagði skilið við að kenna 6. bekk stærðfræði. Hann var orðinn atvinnukylfuberi í fullu starfi.

Ég elskaði það sem ég starfaði við (kennsluna) en var tilbúinn að reyna eitthvað nýtt.  Ellie, konan mín var að horfa á The Masters með mér um vorið. Hún sagði: „Ef Jordan sigrar á Masters eftir 10 ár, muntu þá ekki sjá eftir að hafa ekki starfað með honum? Ég veit að ég myndi berja sjálfa mig.“

Þetta hefir verið skjótur frami hjá tvítuga kylfingnum Jordan Spieth en ferillinn hefir verið allt eins brattur hjá hinum 36 ára kaddý hans, Michael Greller.

Kaddýstarfið felst ekki bara í því að telja kylfur og fjölda sprinklera.  Kaddý gegnir líka hlutverki sálfræðings, veðurfræðings og stærðfræðings. Í hita leiksins á lokahringjum móta verða þessi hlutverk tíföld.

Starfsfélögum Greller líkar vel við hann. „Maður sér að hann hefir verið fljótur að læra,“ sagði Paul Tesori, um Greller, en hann vinnur fyrir Webb Simpson. „Hann og Jordan eru mun þroskaðri en þeir voru fyrsta ár sitt á túrnum. Þessir litlu hlutir sem tekur mörg ár að læra hafa þeir þegar náð föstum tökum á. Hann hefir smogið inn í kylfuberahlutverkið fljótt og virðist bara finnast það vera þægilegt þarna út.“

Á hverjum degi spyr einhver mig hvort við vorum í sama liði í háskóla eða skólafélagar. Ég segi honum að það sé vegna þess að hárið er byrjað að hörfa á skalla hans. Ég fæ kikk út úr því,“ sagði Greller glottandi. „Þetta er bróðurlegt samband. Við keppum hvor við annan og fíflumst. Ég fæddist og ólst upp í Michigan. Hann finnur að þeim liðum sem ég held með og ég blóta Texas liðunum hans.

Spieth er sammála. „Við göntumst við hvern annan. Þetta er næstum því bræðrasamband. Við rífumst yfir vitlausustu atriðum eins og íþróttum.“

Greller og Spieth

Greller og Spieth

Fyrr á þessu ári voru þeir að keyra frá Houston til San Antonio og Greller vildi hlusta á lýsingu á körfuboltaleik Michigan á móti Flórída. Spieth komst að þessu og var alltaf að skipta um stöð til þess að hlusta á country músík.

Og samkeppnin milli þeirra enda ekki þar heldur. Hvort heldur það eru spil, tennis eða körfubolti þeir hafa fundið fullt af hlutum sem þeir keppast við hvorn annan um þegar þeir eru að ferðast milli golfmóta.

Þetta er þó ekki allt saman bara gleði og gaman. Þegar pabbi Greller varð veikur í RBC Heritage fékk Spieth hann til þess að fara um borð í flugvél og fara heim í stað þess að hugsa um mótið.

Ég var virkilega í uppnámi,“ sagði Greller. „Orð Jordan sýndu mér bara hversu mjög hann ber hag minn fyrir brjósti sér. Hann veit hversu mikilvæg fjölskylda mín er mér. Ég sá aðra hlið á honum, sem ég met mikils. Þetta sýnir bara hvernig hann hefir verið alinn upp. Hann er alveg ekta.“

En það var meira. Eftir að hafa sigrað á John Deere Classic í júli þá fékk Spieth þátttökurétt á WGC Bridgestone Inv. nokkrum vikum síðar. Hann var sá eini, sem ekki var meiddur sem tók ekki þátt í mótinu og sagði þreytu vera ástæðuna. Kannski sagði hann þetta bara, en Spieth spilaði golf; var einn í 5 hollum sem í voru vinir og fjölskylda Greller, að skemmta sér í betri bolta a Chambers Bay, fyrir giftingu og brúðkaupsveislu Greller, sem Spieth mætti auðvitað í.  Hann lét besta dag kylfusveins síns ganga fyrir móti sem hefði getað tryggt honum miljónir.

En Greller skilur að hann á mikið eftir ólært.  T.d. þegar hann tók þátt í Deutsche Bank Championship í FedEx Cup umspilinu í haust. Þá fékk hann tvít frá Kip Henley, sem er á pokanum hjá Brian Gay, þar sem sagði að allir kaddýar sem væru að kaddýast fyrir kylfing, sem væri meðal 10 efstu fengju BMW bíl í eina viku. Þegar Greller ætlaði að ná í bílinn öskruðu allir af hlátri.

Þetta er e.t.v. svolítil einfeldni náunga sem aðeins fyrir 9 mánuðu var að kenna 6. bekk.

Líf mitt hefir breyst mikið á þessu ári , en hans enn meira,“ sagði Spieth. „Hann var svoleiðis í rútínu, alltaf að gera það sama. Það er býsna ótrúlegt að hann skuli hafa lært allt svona fljótt. Það eru ekki bara undirstöðuatriði þess að vera kaddý heldur líka allt það sem kemur með starfinu að þurfa að dila við mig, (m.a. róa Spieth niður, en hann á það til að æsa sig og vera unggæðingslega uppstökkur.)“ 

Tesori bætir við: „Ég veit ekki hvað hann (Greller) var að kenna þessum 6. bekk. Við þurfum kannski að fara að tékka á þessum krökkum; kannski er fullt af flottum kylfingum þarna.“

Enn er djókað, en fæstir djókarnir nú eru á kostnað Greller. Að hætta sem stærðfræðikennari og verða kylfuberi er örugglega einhver besta ákvörðun lífs hans.  Bara núna á The Masters og úr sl. 3 mótum þar á undan sem vinnuveitandi hans (Spieth) spilaði i, græddi hann (Greller) u.þ.b. 56 milljónir íslenskra króna, af því að bera poka Spieth (ef gert er ráð fyrir að hann fái hefðbundnar 10% sem kylfuberar fá yfirleitt!)  Miklu meira en 14 föld árslaun stærðfræðikennara!!!  ….. og Jordan Spieth (sem og Michael Greller) eiga bara framtíðina fyrir sér og ekki einu sinni 1/3 ársins liðinn!