Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 18:00

Spieth vann sér inn $4.1 milljón á 4 vikum

Jordan Spieth hefir gert það gott undanfarnar 4 vikur.

Þann 12. mars 2015 sigraði Spieth á Valspar Open og á næstu vikum varð hann tvívegis í 2. sæti og sigraði svo á 1. risamóti ársins The Masters.

Hvað gerir þetta í verðlaunafé?

Valspar Championship: $1.06 milljón

Texas Open: $670.000
Houston Open: $581.000
Masters: $1.8 milljón

Samtals: $ 4.1. milljón bandaríkjadala, sem er svo mikið sem 567 milljónir íslenskra króna eða meira en hálfur milljarður íslenskra króna á 4 vikum…. við það sem honum finnst skemmtilegast alls ….. að spila golf!

Geri aðrir betur!