Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 11:00

Tiger meiddist á hendi á lokahring The Masters

Tiger Woods meiddi sig á hendi á lokahringnum á The Masters og sagði eftir hringinn að „handarbein hefði farið úr lið.“

Svo virðist sem Tiger hafi slegið í trjárót þegar hann var að spila 2. höggið sitt á 9. holu.

Beinið fór úr lið og ég kippti því aftur í lið,“ sagði Tiger.

Þetta var vont. Það var svo sannarlega vont. Ég vissi ekki að það væri trjárót þarna. Ég fór með hendina eða réttara sagt kylfuna beint í hana. Hún haggaðist ekki en líkami minn var á hreyfingu.“

Þetta fór úr lið, en mér tókst að kippa þessu í liðinn, sem mér leið ekki vel með en þetta small og ég gat hreyft hendina aftur.“

Tiger lauk keppni T-17, sem var bara betra en margir þorðu að vona – hann lék á 5 undir pari (var 13 höggum á eftir sigur- vegaranum Jordan Spieth), 283 höggum (73 69 68 73).

Þegar haft er í huga hversu lítið Tiger hefir verið við keppni, þá er árangurinn frábær; því jafnvel þó hann hljóti bestu mögulegu þjálfun og hafi æft mikið þá er það æfingin sem fæst við keppnir sem skiptir öllu.

Yfirmannlegar kröfur sem alltaf eru gerðar til Tiger, en aðeins 1 ár er síðan hann gekkst undir bakaðgerð og svo eru minniháttar meiðsl eins og nú með höndina alltaf að hrjá hann!