Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 09:00

Mickelson og Rose tala um lokahringi sína – Myndskeið

Hér má sjá myndskeið þar sem Phil Mickelson og Justin Rose tala um lokahringi sína á The Masters risamótinu 2015 –

Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Það voru Mickelson og Rose sem deildu 2. sætinu á The Masters í ár – voru báðir á 14 undir pari, hvor, sem oft hefði nú dugað til sigurs eða a.m.k. bráðabana …. en ekki í þetta sinn. Spieth var einfaldlega með yfirburði sigraði á 18 undir pari.

Rose sagðist m.a. hafa getað gert betur.  Spieth hefði ekki gefið sér nein færi en hann hefði s.s. ekki búist við því heldur. Rose sagðist e.t.v. hafa eygt smá von á 16. holu – en hún hefði orðið að engu vegna frábærs leiks Spieth.

Mickelson sagðist hafa þurft að vera með skor upp á einhvers staðar í lágum 6. tugnum til þess að eiga sjéns en hann hefði hreinlega verið yfirspilaður af frábærum ungum kylfingi (Spieth).