Jordan Spieth í Græna Jakkanum
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2015 | 10:00

Spieth ætlar ekkert úr græna jakkanum

Ég hef plön um að fara ekkert úr honum um stund,“ sagði Spieth eftir að hann var klæddur í græna jakann á The Masters af sigurvegara mótsins 2014, Bubba Watson.

Ég mun líklega sofa í honum (græna jakkanum) í nokkrar nætur.“

„Þetta er ótrúlegasta vika lífs míns. Þetta er eins frábært og það verður í íþróttagrein okkar (golfinu). Þetta er draumur minn sem rætist. Ég hef ekki brotið 70 á síðasta ári jafnvel þó ég hafi haft tækifæri til sigurs þannig að vera á lágu skori hér (á Augusta National) og heyra þessi fagnaðaróp en mjög sérstakt.“

Að fá aðild að klúbbi grænu jakkana og verða hluti af Masters sögunni og fá nafn mitt á bikarinn og eiga þennan jakka að eilífu, það er nokkuð sem ég er bara ekki að ná í augnablikinu.“

Ég sá vini og fjölskyldu fyrir aftan flötina og ég vissi að sigurinn var í höfn. Það bara sigtaðist ekki inn í mig þarna og hefir ekki enn gert það. Ég er enn svolítið sjokkeraður. Þetta var svo svalt að deila þessari reynslu með þeim vegna þess að þau (fjölskyldan og vinir) hafa ekki verið þarna alltaf þegar ég hef unnið.“

Og fjölskylda Spieth fylgdist svo sannarlega með Spieth sbr. meðfylgjandi myndir:

Spieth fær faðmlag frá föður sínum Shawn og móðir hans, Chris, horfir hrærð á.

Spieth fær faðmlag frá föður sínum Shawn eftir sigurinn á The Masters og móðir hans, Chris, horfir hrærð á.

 

Spieth faðmar afa sinn Bob eftir sigurinn á Masters risamótinu

Spieth faðmar afa sinn Bob eftir sigurinn á Masters risamótinu