Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2015 | 14:00

Kvikmyndin sem Spieth horfði á fyrir lokahringinn

Jordan Spieth sagðist ekki hafa fengið mikinn svefn fyrir lokahring The Masters risamótsins.

Vafalaust af spennu og stressi.

Og hvað gerir maður þá? Reynir að slappa af.

Og hvað gerði Spieth? Hann sagðist hafa horft á kvikmynd sem heitir „Forgetting Sarah Marshall“ til þess að dreifa huganum.

Þetta sagði hann í viðtali við CBS, sem olli mikilli kátínu fréttamanna og bætti síðan við að sér finndist kvikmyndin ein sú besta sem hann hefði séð.  Hún hefði fengið sig til að hlægja og slappa af. Sjá má þetta líka í „18 atriðum sem maður þarf að vita um sigur Jordan Spieth (á Masters)“ sem CBS Sports hefir tekið saman, með því að SMELLA HÉR:  

FOX var með svipaða frétt og furðaði sig á því að kvöldið fyrir sögulegar 18 holur sínar hefði Spieth ekki legið yfir fjarlægðarbókum eða staðreyndum um Augusta National, nei heldur horft á „Forgetting Sarah Marshall“ – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ummmh, já misjafn kvikmyndasmekkur – í þessu tilviki varla hægt að tala um það – hér var „gullni drengur“ Bandaríkjanna bara að reyna að gera eitthvað til þess að dreifa huga sínum.

Hér má sjá trailerinn af kvikmyndinni sem Spieth sagðist hafa horft á fyrir lokahringinn á Masters SMELLIÐ HÉR: