Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 21:15

The Masters 2015: Allt lítur vel út hjá Spieth e. fyrri 9

Hinn 21 árs Jordan Spieth er nú aðeins 9 holur frá draumi sínum – að sigra á The Masters risamótinu.

Hann hefir aðeins aukið forystu sína, er kominn með 5 högga forystu á þann sem næstur kemur, keppinaut sinn Justin Rose.  Samtals er Spieth á 17 undir pari.

Nú eru aðeins seinni 9 með hinu fræga Amen Corner eftir.

Spieth er búinn að fá 3 fugla og 2 skolla, er samtals á 1 undir pari eftir fyrri 9.

Rose er á sléttu pari fyrri 9, búinn að fá 2 fugla og 2 skolla.  Hann deilir nú 2. sæti með Phil Mickelson en báðir eru samtals á 12 undir pari , hvor.

Fjórða sætinu deila síðan DJ og japanski snillingurinn Hideki Matsuyama á samtals 10 undir pari, hvor.

Til þess að fylgjat með seinni 9 á The Masters, en fyrsta risamót ársins er að renna sitt skeið SMELLIÐ HÉR: