Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 15:45

The Masters 2015: Spieth þarfnast þolinmæði til að klára sem sigurvegari!

Fyrir fjórum árum síðan var 21 árs strákur sem leiddi með 4 höggum fyrir lokahringinn á the Masters og var síðan á 80 höggum lokahringinn og glutraði epískt niður forystu sinni.

Í dag mun annar 21 árs strákur fara út (reyndar nú aðeins eftir 2 tíma) með 4 högga forystu og reyna að vinna fyrsta risatitil sinn, nokkuð sem hann hefir dreymt um í óralangan tíma.

Og hver er eiginlega munurinn milli þessara tveggja 21 árs stráka; Rory (2011) og Jordan Spieth (2015)?

Munurinn er m.a. sá að þetta var í fyrsta skipti sem Rory hafði verið í forystu fyrir lokahring á risamóti.  Þetta er hins vegar í 2. sinn sem Jordan Spieth er í forystu og fyrir ári síðan var hann jafn Bubba Watson, þannig að pressan var enn meiri.

Allt sem þarf er þolinmæði,“ sagði Spieth aðspurður um hvað hann hefði lært af sunnudeginum örlagaríka 2014, þ.e. fyrir ári síðan þegar hann var á 72 höggum og var þ.á.m. með 2 skolla einn á fyrri 9 og annan um miðbik Amen Corner þ.e. á par-3 12. holunni (einni sögufrægustu par-3 holu í heiminum – Golden Bell).

Hann þarfnast enn meiri þolinmæði nú til að lifa af langa 4 tíma og 18 holur á Augusta með adrenalínið á fullu.

Spieth á 4 högg á Rose og 5 á Mickelson en saga Augusta National um hrakfarir kylfinga á lokahring The Masters er löng!

Þetta verður spennandi ….. fyrir okkur sem horfum á!