Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 11:15

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn (í 2. sæti) og Faulkner sigruðu á Red Hawk Spring Classic

Hrafn Guðlaugsson, GSE, er aldeilis að gera góða hluti í bandaríska háskólagolfinu.

Stutt er síðan að hann sigraði í einstaklingskeppni – Sjá umfjöllun Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Nú um daginn, nánar tiltekið 6.-7. apríl s.l. tóku Hrafn og lið hans í Faulkner háskólanum þátt í Red Hawk Spring Classic.

Mótið fór fram á Canebrake golfklúbbnum í Athens, Alabama og gestgjafi var  Martin Methodist háskólinn.

Þátttakendur í mótinu voru 60 frá 10 háskólum.

Hrafn varð í 2. sæti í mótinu (70 72)  í einstaklingskeppninni (en herbergisfélagi hans í Faulkner, Hunter Fikes sigraði í mótinu (71 69).  Lið Hrafns varð í sigursæti mótsins af 10 háskólum – og Hrafn á 2. besta skori liðsins!!! Glæsilegt!!!

Næsta mót Hrafns og félaga verður 13. apríl í Montgomery, Alabama.