Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 09:29

The Masters 2015: Rory og Tiger í sama ráshóp lokahringinn

Rory og Tiger (Nike-teymið) mun spila í sama ráshóp lokahringinn á The Masters risamótinu.

Þeir hafa verið paraðir saman í 11 PGA Tour mótum of 4 þessara móta eru risamót ….. en aldrei hafa þeir áður spilað saman lokahring.

Þeirra býður það erfiða verkefni að saxa á forystu og helst ná auðvitað, forystumanninum, Jordan Spieth, en munurinn á þeim og Spieth eru 10 högg, þar sem báðir hafa spilað 54 holurnar á samtals 6 undir pari, en Spieth er á metskori 16 undir pari.

Þetta þýðir að þeir hafa enga ástæðu til að spila öruggt heldur hafa mun meiri ástæðu til að spila aggressívt sóknargolf.

Það gæti þýtt flugeldasýningu fyrir okkur hin!