Eftirsóttustu bikarar í íslensku golfi. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2015 | 07:00

GSÍ: Hámarksverðmæti verðlauna í golfmótum 2015

Áhugamennskunefnd Golfsambands Íslands hefur ákveðið hámarksverðmæti verðlauna í golfmótum fyrir árið 2015.

Hámarksverðmæti verðlauna er 100.000 kr. og ferðavinninga 135.000 kr. Í tilkynningu nefndarinnar kemur fram að miðað er við smásöluverðmæti – og ekki er heimilt að veita viðtöku verðlaunum, sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga.

Reglugerðina má lesa í heild sinni með því að SMELLA HÉR: 

Eins og endranær er miðað er við smásöluverðmæti vinnings.

Eftirtaldar reglur gilda m.a. um verðlaunafé:

Ekki má veita viðtöku verðlaunum, sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga.

Vinni keppandi til fleiri en einna verðlauna í sama móti (eða mótasamfellu) má samanlagt verðmæti þeirra ekki vera umfram kr. 100.000.

Þetta tekur einnig til aukaverðlauna svo sem fyrir lengsta upphafshögg, höggnæst holu eða verðlaun sem veitt eru samkvæmt útdrætti úr skorkortum eða úrdrætti úr potti, þar sem golfleikur er skilyrði fyrir þátttöku.

Ekkert hámark gildir um verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Þau mega auk þess koma að fullu til viðbótar sérhverjum öðrum verðlaunum í sama móti.

Skipuleggjendum og bakhjörlum golfmóta er bent á að hafa fyrirfram samband við nefndina eða skrifstofu GSÍ ef vafi leikur á, hvort fyrirhuguð verðlaun eru í samræmi við gildandi reglur.