Kinnafjöll séð frá Katlavelli á Húsavík. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2015 | 16:15

GH: Skarphéðinn Ívarsson ráðinn vallarstjóri á Katlavelli

Golfklúbbur Húsavíkur hefur ráðið Skarphéðinn Ívarsson sem vallarstjóra á Katlavelli á Húsavík.

Skarphéðinn Ívarsson, GH.

Skarphéðinn Ívarsson, GH.

Skarphéðinn hefur þegar hafið störf, en hann  var vallarstjóri á Katlavelli sumarið 2014.

Helsta verkefni á Katlavelli er að vinna áfram í vökvunarkerfinu, sem mun auka gæði vallarins sem og spara fjármuni til lengri tíma.

Markmið stjórnar klúbbsins er að glæða barna- og unglingastarf sem og nýliðun í klúbbnum.

Þeir sem ekki hafa spilað Katlavöll, ættu að gera sér ferð til Húsavíkur í sumar – því Katlavöllur er líklega einn mest krefjandi og skemmtilegasti 9 holur völlur landsins, með mörgum sérstökum brautum, þar sem að öllum öðrum ólöstuðum par-5 4. brautin stendur upp úr.