Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2015 | 11:00

The Masters 2015: Hvaða áhugamenn eru með 2015?

Það eru 7 áhugamenn sem taka þátt í The Masters risamótinu að þessu sinni af þeim 97 sem þar keppa.

Þetta eru (heimslistarönkun áhugmannanna er fyrir aftan nöfn þeirra og þjóðerni):  Corey Conners, Kanada (20); Bradley Neil, England (24); Scott Harvey, Bandaríkin (53); Byron Meth, Bandaríkin; Antonio Murdaca, Ástralía (79); Gunn Yang (86) S-Kóreu og  Matias Dominguez, Chile (130).  Dominguez var einn þeirra sem fór holu í höggi í par-3 keppninni í gær og sá fyrsti frá Chile til að keppa á The Masters frá 1964.

Kyle Porter hjá CBS hefir gert spá um hver þessara 7 verði efstur og raðað þeim á lista eftir hver þeirra hann telji að muni standa sig best.  Álit Porter er að það verði Gunn Yang sem komi til með að standa sig best.

Til þess að sjá spá Porter í bæði greinar og myndskeiðsformi SMELLIÐ HÉR:  

Hvernig sem allt fer þá er spennandi að sjá hver situr hjá sigurvegara The Masters á sunnudaginn og hlýtur silfurbikarinn eftirsótta (Ens.: The Silver Cup), sem veittur er þeim áhugamanni sem þátt tekur í mótinu og gengur best!

Golf 1 ætlar hér að spá því að það verði Corey Conners sem komi til með að standa sig best af áhugamönnunum – enda hér um nafn að ræða sem við eigum eflaust eftir að heyra mikið af í framtíðinni!!!