Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2015 | 06:00

The Masters 2015: Streelman sigraði í par-3 keppninni – Jack Nicklaus og 3 aðrir með ás

Kevin Streelman bar sigur úr býtum í par-3 keppni The Masters 2015, eftir bráðabana við Camilo Villegas.  Þeir voru báðir á 5 undir pari, 22 höggum eftir 9 leiknar par-3 holur. Það varð því að koma til bráðabana og þar vann Streelman, Villegas með fugli á 3. holu bráðabanans.  Hefðinni skv. ætti Streelman ekki að takast að sigra á Masters mótinu sjálfu.

Sjá má úrslitin úr par-3 keppninni 2015 með því að SMELLA HÉR: 

Kevin Streelman með 13 ára kylfubera sinn, sem er með heilaæxli

Sigurvegarinn Kevin Streelman með 13 ára kylfubera sinn, sem er með heilaæxli

Sex-faldur sigurvegari græna jakkans, hinn 75 ára Jack Nicklaus náði ási á par-3 4. holu par-3 vallarins á Augusta og fékk að launum „high five“ frá spilafélögum sínum, Gary Player og Ben Crenshaw.

Sjá má myndskeið frá því að Nicklaus fékk ásinn með því að SMELLA HÉR: 

Þremur öðrum tókst að fá ás í par-3 keppninni Camilo Villegas frá Kólombíu og  Mathias Dominguez áhugamaður frá Chile (báðir á 4. holu) Trevor Immelman frá S-Afríku (á 7. holu).

Tiger og fjölskylda í par-3 keppninni

Tiger og fjölskylda í par-3 keppninni

Kylfuberar Tiger í par-3 mótinu voru börn hans Sam og Charlie og eins fylgdist kærasta hans Lindsey Vonn með. Tiger skrifað um par-3 keppnina á Twitter, en þar sagði hann m.a.: „Ég mun alltaf eiga minningar um pabba á Augusta og nú Sam & Charlie. Þetta var frábær dagur.“

Sá sem á titil að verja á Augusta, Bubba Watson, var með syni sínum Caleb, sem var í hefðbundnum hvítum klæðnaði kylfubera með grænt der!  Allt í allt var þetta bara skemmtilegur dagur – þar sem meira var lagt upp úr að stjörnurnar slöppuðu af með fjölskyldum sínum, áður en aðalkeppnin hefst – í dag!

Hér má sjá myndir frá par-3 keppni Masters SMELLIÐ HÉR: 

Caleb að hjálpa pabba sínum, Bubba Watson

Caleb að hjálpa pabba sínum, Bubba Watson

 

Rickie Fowler að leika sér við Caleb, son Bubba Watson

Rickie Fowler að leika sér við Caleb, son Bubba Watson