Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2015 | 22:00

Bubba með sama matseðil á Champions Dinner og í fyrra skiptið

Núverandi Masters meistari Bubba Watson fær að setja saman matseðilinn á Masters Champions Dinner, sem einmitt fer fram í kvöld.

Og Bubba ætlar bara að hafa það einfalt.

Hann upplýsti í morgun að hann ætli að bera fram nákvæmlega það sama og hann var með í fyrra skiptið, þegar hann vann fyrri græna jakkann sinn 2013 þ.e.: Caesar salat, grillaðan kjúkling, grænar baunir, kartöflustöppu, maís og makkarónur í osti með brauði.

Þetta er nammilegur matseðill sem Bubba setur saman og vafalaust góður en þó nokkuð „leiðigjarn“ miðað við marga ævintýralega rétti sem margir fyrrum sigurvegarar Masters móta hafa boðið upp á.

Þannig var Sandy Lyle með haggis 1989; Jose María Olazabal var með Paellu 1995 og Mike Weir var með elgskjöt og villisvín.

Billy Horschel sagði í gríni við USA Today að ef hann ynni í ár á Masters myndi hann vera með Oreo kex 2016 á matseðli sínum.

Já á matseðli Horschel myndi vera eftirfarandi að hans sögn: „Sushi, M&M smákökur. Oreo-kökur og mjólk.  Ég er ekki viss um hvort þeir hafi nokkru sinni verið með tveggjakremlags Oreo kökur þarna (á Augusta National)“  –  Golf1: Vafalaust einhver klúbbfélaginn þar sem framleiðir þær (Oreo kökur!!! 🙂 )