Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 20:50

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már við keppni í Wyoming

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese er við keppni þessa stundina á Wyoming Cowboy Classic.

Mótið fer fram á  Cowboy Classic Cattail golfvelinum (sem er par-72) í  Whirlwind golfklúbbnum, í Laramie, Wyoming og stendur dagana 6.-7. apríl 2015.

Þátttakendur eru 100 frá 18 háskólum.

Ragnar Már er búinn að spila 1. hringinn á 1 undir pari, 71 höggi og er sem stendur T-10 (þegar þetta er ritað kl. 20:45 að íslenskum tíma)

McNeese er sem stendur T-6, þ.e. deilir 6. sætinu með 2 öðrum liðum.

Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más og McNeese State SMELLIÐ HÉR: