Rúnar Arnórsson, GK. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar var á besta skori Minnesota State í Arizona

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota State tóku þátt í ASU Thunderbird Invitational, sem fram fór á Karsten golfvellinum í Tempe, Arizona.

Mótið fór fram dagana 3.-4. apríl 2015.

Rúnar lauk keppni T-28 en var á besta skori liðs Minnesota State.

Hann lék á samtals 5 yfir pari, 215 höggum (70 71 74).  Lið Minnesota State lauk keppni í 10. sæti

Til þess að sjá lokastöðuna á ASU Thunderbird Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Rúnars og Minnesota State fer fram 18 apríl n.k. í Iowa.