Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind á næstbesta skori UNCG á Bryan National Collegiate

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG tóku þátt í Bryan National Collegiate, sem fram fór á Bryan Park Champions keppnisvellinum, í Browns Summit, Norður-Karólínu.

Berglind varð í  85. sæti – lék á 32 yfir pari,  248 höggum (84 83 81).   Hún var á næstbesta skori UNCG.

UNCG, líð Berglindar varð í 18. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Bryan National Collegiate SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Berglindar og UNCG er 12. apríl n.k. í Georgia.