Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 19:55

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín við keppni á Old Waverly

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette eru við keppni á Old Waverly Collegiate Championship mótinu, sem fram fer í West Point, Mississippi.

Mótið stendur dagana 6.-7. apríl og lýkur því á morgun.  Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum.

Tveir hringir eru spilaðir fyrri daginn og hefir Haraldur Franklín lokið leik á fyrri hring þegar þetta er ritað (kl. 19:50 að íslenskum tíma) – lék á 1 undir pari, 71 höggi.

Lið Louisiana Lafayette er sem stendur T-8 þ.e. deilir 8. sætinu.

Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín og Louisiana Lafayette SMELLIÐ HÉR: