Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State luku leik í 5. sæti í Mississippi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State tóku þátt í Rebel Intercollegiate en mótið stóð dagana 3.-5. apríl 2015.

Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum.

Guðrún lauk keppni í T-18i í einstaklingskeppninni en hún lék samtals á 5 yfir pari, 221 höggi (73 75 73).

Golflið Fresno State varð í 5. sæti í liðakeppninni

Til þess að sjá lokastöðuna á Rebel Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Fresno State er 20. apríl í n.k Rancho Mirage (þar sem ANA Inspiration 1. risamót kvennagolfsins á LPGA mótaröðinni fór fram um helgina) í Kaliforníu.