Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 16:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU urðu í 5. sæti í Tennessee

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tóku þátt í Mason Rudolph meistaramótinu, sem fram fór í Vanderbilt Legends Club, í  Tennessee, 3.-5. apríl og lauk í gær.

Í mótinu tóku þátt 81 keppendur frá 14 háskólum.

Guðmundur Ágúst lauk keppni í 21. sæti í einstaklingskeppninni; lék samtals á 8 yfir pari, 221 höggi (74 76 71).

Golflið ETSU varð í 5. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Mason Rudolph meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót ETSU verður 13. apríl n.k.