Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 13:25

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór sigraði á Red Wolves Intercollegiate!!!

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels, golflið Nicholls State tóku þátt í Red Wolves Intercollegiate mótinu.

Mótið fór fram í RidgePointe Country Club, í Jonesboro, Arkansas 4.-5. apríl s.l. og voru þátttakendur 115 frá 21 háskóla.

Andri Þór sigraði í mótinu þ.e. varð T-1 ásamt Lee Whitehead frá Tennessee Tech og því varð að fara fram bráðabani sem Andri Þór sigraði í!!!

Andri Þór lék á samtals 1 undir pari, 212 höggum (69 70 73). Þetta er fyrsti sigur Andra Þórs í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu. Stórglæsilegur árangur þetta hjá Andra Þór!!!

Fjallað er um frábæran árangur Andra Þórs á heimasíðu Nicholls State og má sjá þá umfjöllun með því að SMELLA HÉR: 

Nicholls State varð í 12. sæti í liðakeppninni. Emil Þór Ragnarsson, GKG, sem einnig leikur með Nicholls State tók ekki þátt í mótinu.

Til þess að sjá úrslitin í einstaklingskeppninni í Red Wolves Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá leikmanna/liðs combo úrslitin í Red Wolves Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Næsta keppni Nicholls State er 20. apríl n.k. í Texas.