Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 00:30

PGA: JB Holmes sigrar á Shell Houston e. bráðabana v/Spieth og Wagner

JB Holmes stóð uppi sem sigurvegari á Shell Houston Open eftir bráðabana við þá Jordan Spieth og Johnson Wagner.

Allir voru þessir þrír efstir og jafnir eftir 72 holu leik þ.e. á 16 undir pari, 272 höggum; JB Holmes (65 70 73 64); Jordan Spieth (69 66 67 70) og Johnson Wagner (69 68 66 69).

Það varð því að koma til bráðabana milli þessara þriggja og var par-4 18. holan spiluð.

Þar datt Spieth þegar út á 1. holu bráðabanas, þegar hann fékk skolla en Holmes og Wagner voru á parinu.

18. var aftur spiluð í 2. sinn og þar vann Holmes með pari en Wagner datt út með skolla.

Þetta er 4. sigur JB Holmes á PGA Tour en síðast sigraði hann á Wells Fargo Open 4. maí á s.l. ári þ.e. 2014. Þar áður var hann búinn að sigra á FBR Open (undanfara Waste Management Phoenix Open) árin 2006 og 2008.

Til þess að sjá lokastöðuna á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokapútt Holmes og Wagner í Shell Houston Open í bráðabananum SMELLIÐ HÉR: