Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2015 | 19:45

PGA: JB Holmes með frábæran lokahring!!!

Bandaríski kylfingurinn JB Holmes er búinn að eiga hreint æðislegan lokasprett á Shell Houston Open.

Greinlegt að hann langar ósköpin öll á Masters, en meðal verðlaunanna er miði á Masters-risamótið, sem fram fer í næstu viku; Holmes hefir aðeins 1 sinni áður tekið þátt en þá varð hann T-25 árið 2008. Reyndar er hann öruggur með þátttöku þar, þar sem hann er í 20. sæti á heimslistanum, sem stendur.

Þó Shell Houston mótið sé ekki búið og jafnvel ekki hringur Holmes, þá er vandséð að nokkur geti jafnað við hann; en jafnvel það er ekkert öruggt þegar menn eins og Jordan Spieth eru á eftir Holmes (búinn að spila 9 og 2 höggum á eftir!) – Sem sagt of snemmt að fullyrða neitt, en Holmes er samt búinn að sýna snilldarleik fyrstu 15 holur lokahrings Shell Houston Open.

Holmes hefir spilað 16 fyrstu holurnar á 8 undir pari; var á 29 höggum fyrri 9, þ.e. fékk hvorki fleiri né færri en 7 fugla!!!  Á seinni hefir Holmes fengið 2 fugla og 1 skolla (á 16. holu) og á sem segir 2 holur eftir óspilaðar.

Hér má sjá einn af glæsifuglum Holmes á par-5 8. holunni SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með stöðunni á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: