Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2015 | 08:00

Colin Montgomerie: „Ef Tiger hættir í miðju Masters myndi það vera áfall fyrir alla.“

Tiger Woods ætlar sér auðvitað að sigra á Masters en það myndi vera áfall fyrir alla ef hann haltrar af braut á Masters í þessari viku.

Það er álit  Colin Montgomerie (Monty) eftir að Tiger tilkynnti um að hann ætli sér að snúa aftur til keppnisgolfs á Masters í fyrsta sinn frá því í febrúar þegar hann dró sig úr móti vegna bakmeiðsla í fyrsta hring  the Farmers Insurance Open.

Tiger er nú fallinn niður í 104. sætið á heimslistanum og hefir í raun ekki verið í neinni keppni að því er heitið getur í golfinu undanfarið; aftur á móti hefir hann æft mikið bæði í Flórída og í Augusta þessa s.l. daga… að sögn …. en að öðru leyti er allt á huldu um í hvernig formi hann er í.

Þetta er í fyrsta sinn í 19 ár að hann dettur niður fyrir 100. sætið á heimslistanum.

Montgomerie verður á  the Masters, sem golffréttaskýrandi Sky Sports, en það er eini góði staðurinn til þess að fylgjast almennilega með The Masters.  Monty sagði: „Hann (Tiger) er ekkert kominn hingað á Masters til þess að bæta tölurnar. Ímyndið ykkur ef hann fengi 69 eða 68 á fyrsta hring? Þá myndi færast líf í allt hérna.  Þetta yrði fár.“ 

Ef Rory byrjar á 69 68 og Tiger gerir það líka væri það geggjað.

Það myndi vera æðislegt, það væri fár á vellinum einhvers konar rafmagnstraumur, sem við myndum ekki vera með án hans (Tiger). 

Hvort honum (Tiger) tekst að vinna aftur, hver veit? Hey, tölum ekki einu sinni um að hann sigri á risamóti, getur hann nokkru sinni sigrað aftur?  En vonum bara að þetta sé ekki einhvers staðar á bilinu 75 76 högg hjá honum (Tiger) og hann segi síðan: „Mér er illt í bakinu“ og fer heim.  Það myndi verða áfall fyrir alla.

Tiger hefir sigrað 4 sinnum á Masters, en síðast sigraði hann í mótinu fyrir 10 árum síðan, þ.e. 2005.  Kannski honum takist að sigra aftur á 10 ára afmæli síðasta sigurs síns?

Rory getur eins og svo margoft hefir verið minnst á náð Grand Slam-i ferils síns (ens. Career Grand Slam) ef hann sigrar á Masters. En hinn 51 árs Monty telur að Rory muni aldrei gína eins yfir golfsviðinu eins og Tiger gerði á hápunkti ferils síns 2000.

Monty sagði m.a.: „Ég held ekki að við munum nokkru sinni sjá þau yfirráð sem Tiger hafði í golfinu á því ári.  Golfið sem var leikið og hvernig það var gert, þegar hann sigraði í risamótunum með 8 eða 15 högg á næsta mann, það var bara ótrúlegt.“

„Á þessu augnabliki er samkeppnin svo mikil í golfinu að ef einhverjum verður á þá þýðir það ávinning fyrir næsta. Og svoleiðis var það aldrei á tímum Tiger. Tiger hafði þessi yfirráð sem Rory hefir ekki …. (enn).“