Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Garrett Phillips (27/45)

Það voru 7 stúlkur sem deildu 18.-24. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Aðeins 20 stúlkur fengu fullan spilarétt á LPGA 2015 og því varð að fara fram bráðabani milli þessa 7 stúlkna og komust 3 áfram og fengu fullan spilarétt þ.e.: Laetitia Beck, Garrett Phillips og Karlin Beck en hinar 4 fengu aðeins takmarkaðan spilarétt þ.e.: Julie Yang, Jacqui Concolino, Stephanie Meadow og Casey Grice.

Garrett Phillips var ein af þeim 3 heppnu sem unnu bráðabanann og er með fullan spilarétt á LPGA keppnis-tímabilið 2015. Laetitia Beck hefir þegar verið kynnt.

Philips lék eins og allar hinar sex á samtals 4 undir pari, 356 höggum (70 76 72 66 72) og hlaut $ 1.242 í verðlaunafé.

Garrett Whitney Phillips fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986, og er dóttir Judy Phillips.  Garrett er 28 ára.

Hún útskrifaðist frá University of Georgia þar sem hún útskrifaðist 2008 með gráðu í fjármálafræðum.

Hún hlaut Vickie & Leon Farmer skólastyrkinn fyrir skólaárið 2007-08.

Phillips býr á St. Simons Island í Georgia og meðal helstu áhugamála hennar er að spila billiard, vinna í garðinum eða gera við jeppann sinn.

Nýliðaár Phillips á LPGA var 2013.

Garrett hefir spilað bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu.