Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 08:30

Massaður Rory verður að passa sig

Í Business Insider er ágætis grein um Rory og alla þá áherslu sem hann leggur á að vera „fitt“ þ.e. í formi og í ræktinni.

Nú þegar Rory reynir í næstu viku að verða aðeins 6. kylfingur heims til þess að klára Grand Slam á ferli sínum  (ens. Career Grand Slam) þá verður ekki litið hjá því hversu mikla vinnu hann hefir sett í að verða massaður í rætkinni.

Rory var þannig m.a. nýlega á forsíðu „Men´s Health“ þar sem hann ræddi um æfingaprógramm sitt, sem hann hefir m.a. gert myndskeið um fyrir Nike.

Rory á forsíðu Men´s Health

Rory á forsíðu Men´s Health

Skv. Brian Wacker á PGATour.com hefir Rory minnkað líkamsfitu sína úr 24% í 10% á aðeins 5 árum, þegar hann gat ekki einu sinni gert plankann (mjög góð æfing til að styrkja djúpu kviðvöðvana) lengur en í 30 sekúndur.

Charles Siebert á New York Times skrifaði um það að Rory hefði bætti við sig 20 pundum (þ.e. 9 kílóum) af vöðvamassa á þessu tímabili.

Þannig skrifar Siebert: „Frá árinu 2010 hefir McIlroy verið 5 sinnum í viku í ræktinni, 90 mínútur í hvert skipti undir ströngu eftirliti bresks þjálfara síns, Dr. Stephen McGregor, sem er heilsufarsráðgjafi hjá Manchester City knattspyrnuklúbbnum og var þar áður hjá New York Knicks.“

Í viðtali við  PGATour.com, lýsti McGregor því hvaða áhrif heilsurækt Rory hefði haft á golfsveiflu hans:

„Með tímanum hefir handleggshraði (ens. arm speed) hans minnkað en kylfuhausshraðinn (ens. club head speed)  hefir aukist og líkamsvirkni (ens. body effeciency) hefir bættst. Hann getur æft meira, slegið fleiri bolta og hefir verið stöðugri.

Feilhögg hans voru mörg og við urðum að taka á þeim. Þegar hann var að fara að slá sást að hann myndi spreyja höggunum (dreifa þeim um allan völl). En eftir því sem hann hefir orðið stöðugri þeim mun stöðugri hefir golfsveifla hans orðið og hann hefir bætt við í krafti og lengd.“

Hérna er mynd af Rory fyrir 5 árum, þ.e. 2010, eftir að hann vann fyrsta PGA mótið sitt:

Rory þegar hann vann fyrsta mótið sitt 2010

Rory þegar hann vann fyrsta mótið sitt 2010

Og svona lítur Rory út núna:

Rory massaður - einkum efri hluti líkamans eins og oft vill verða með þá leikmenn sem lægri eru eins og hann

Rory massaður – einkum efri hluti líkamans eins og oft vill verða með þá leikmenn sem lægri eru eins og hann

Ekki öllum finnst gott hversu Rory er orðinn massaður og hafa sagt að hann verði að passa sig í því efni. Goðsagnakenndi golfþjálfarinn. Butch Harmon , sem er golfgúru allra golfgúrúa, hefir áhyggjur af því að þjálfun Rory sé að fara út í öfgar. Hann sagði m.a. eftirfarandi í írska útvarpsþættinum: „Off the Ball“ snemma í síðasta mánuði (þ.e. mars 2015):

Það eina sem Rory verður að passa sig á (að mínu mati) er að ég sé mikið af myndum af honum þar sem hann er að lyfta mjög þungum lóðum og ég hugsa að á ákveðinn hátt sé hægt að skaða sig í ræktinni ef maður verður of massaður. Vonandi mun hann halda þessu í hófi svona meira eins og Dustin Johnson (DJ), sem er algerlega í fullkomlega líkamlega ástandinu til þess að spila golf.“  (Þess ber að geta hér að mjög mikill hæðarmunur er að DJ og Rory; DJ er 1,93 metra á hæð en Rory aðeins 1,75 – Hæðin skipir þó ekki öllu, sem sést á því að Rory er nr. 1 á heimslistanum en DJ „bara“ í 7. sæti)

Harmon bar McIlroy saman við Tiger Woods, sem margir töldu líka vera of massaðan fyrir golfið.

Að koma sér í gott form hefir hingað til ekki skaðað Rory. Eins og þjálfari hans, McGregor bendir á þá er sveifla Rory bara stöðugri, hann er þéttari um sig miðjan (tighter in his core) og byggir minna á handleggs og handar krafti, sem getur leitt til fjölbreytni í sveiflu.