Ko missti af tækifærinu að slá met Sörenstam
Lydia Ko átti „hræðilegan“ 2. hring á ANA Inspiration mótinu á Rancho Mirage í Kaliforníu, þar sem allt gekk á afturfótunum.
Hún lék á 1 yfir pari, 73 höggum og varð því af tækifærinu að slá met Anniku Sörenstam um flesta leikna hringi undir pari í röð á LPGA mótaröðinni.
Á fimmtudaginn s.l. jafnaði Ko met Anniku upp á 29 hringi í röð undir pari, en klúðraði því að slá met Anniku í gær.
„Ég var bara ekki að hitta brautirnar og þá verður þetta lítið gaman,“ sagði Ko eftir hringinn. „Það er gaman vegna þess að maður var að reyna að húkka og slá lág högg út úr trjánum. Á þann hátt er gaman en nei ég gat bara ekki komið drævernum í gang. Þegar maður er í þeirri stöðu, þá er það bara ekkert gamanmál á þessum velli.“
Ko var í 8 skipti af 14 ekki á braut missti fjögur högg til hægri og fjögur til vinstri.
Hún þurfti fugl á par-5 18. braut til þess að slá met Anniku og ná 30 hringnum í röð undir pari en annað höggið hennar fór í vatnshindrun.
Ekki dagurinn hennar Ko í í gær!
„Ég bara sló 3/4 6-járn,“ sagði Ko. „Ég myndi aldrei hafa trúað að ég myndi slá 190 yarda með 6-járni ekki einu sinni ef ég væri Lexi (Thompson) (sem á titil að verja í mótinu). Þannig að þetta var augljóslega röng kylfa en ég hélt að jafnvel þó hann flygi þarna, þá myndi hann a.m.k. stoppa (sem boltinn gerði ekki heldur fór beint í vatnshindrun).
Eftir að taka víti fór 4. högg hennar 15 fet framhjá holu og hún missti síðan af púttinu og setti loks niður fyrir skolla og var þar með 1 yfir eftir daginn og missti af því að slá met Anniku.
Svona er golfið grimmt stundum!
Annika Sörenstam er að vinna í mótinu sem golffréttaskýrandi fyrir Golf Channel.
Um Ko sagði Annika: „Ég fagna Lydíu og leik hennar s.l. mánuði. Ég er heilluð af því hvernig hún ber sig svona ung sem hún er.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
