Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 05:45

LPGA: Sei Young Kim leiðir í hálfleik ANA Inspiration

Það er Sei Young Kim, frá Suður-Kóreu, sem leiðir í hálfleik á ANA Inspiration í Kaliforníu.

Kim lék á 7 undir pari, 137 höggum (72 65).

Hin 22 ára Kim vann fyrsta LPGA Tour titil sinn í febrúar á Bahamas. Hún er fimmfaldur sigurvegari á kóreanska LPGA og er að spila í 13. sinn á bandarísku LPGA mótaröðinni.

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Kim er forystukona 1. dags Morgan Pressel á 5 undir pari, 139 höggum (67 72).

Í 3. sæti eru síðan skoska golfdrottningin Catriona Matthew, bandaríski kylfingurinn Brittany Lincicome og Jenny Shin, frá S-Kóreu, allar á samtals 4 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á ANA Inspiration í hálfleik SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á ANA Inspiration SMELLIÐ HÉR: