Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 22:45

Staðfest: Tiger tekur þátt á Masters!!!

Kannski það hafi verið æfingahringur Tiger Woods á Augusta sem sannfærði hann um að taka þátt á fyrsta risamóti ársins The Masters; en nú er allaveganna orðið opinbert að Tiger verður meðal keppenda á Masters í næstu viku.

Tiger snýr því aftur til keppnisgolfsins.

Í fréttatilkynningu frá Tiger sagði:

Það er mér augljóslega mjög mikilvægt og ég vil vera þarna. Ég hef unnið mikið í leik mínum og ég hlakka til að keppa. Ég hlakka til að keppa á Augusta og ég er þakklátur fyrir stuðning allra.“

Tiger keppti síðast á The Masters 2013 þegar mikið uppnám varð vegna „ólögmæts dropps hans“, sem síðan kom í ljós að ekkert ólögmætt var við. Í raun var bara verið að hafa af honum sigurinn með þessum sirkus en hann lauk keppni T-4.

Tiger tók ekki þátt 2014 vegna þess að hann var að ná sér af bakuppskurði.

Spennandi Masters-vika framundan í næstu viku…. með Tiger!!!