Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 16:09

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá við keppni í Mississippi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State taka þátt í Rebel Intercollegiate en mótið hófst í dag og stendur til 5. apríl 2015.

Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum.

Guðrún hóf leik kl. 8:15 að staðartíma (kl. 13:15 að íslenskum tíma) af 8. teig.

Þegar Guðrún Brá er búin að spila 9 holur er hún T-11 þ.e. deilir 11. sæti með nokkrum öðrum keppendum.

Til þess að fylgjast með Guðrúnu Brá og Fresno State í Mississippi SMELLIÐ HÉR: