The 16th green at Augusta
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 10:00

20 staðreyndir sem þið vitið ekki um The Masters (seinni grein af 2)

11) Hinn ótrúlegi Jeff!
Það hafa verið gerðir 24 ásar á hinu fræga Masters risamóti, en aðeins einn þessara ása hefir komið á löngu par-3 4. holuna.  Það var bandaríski kylfingurinn Jeff Sluman sem náði að fara holu í höggi á ‘Flowering Crab Apple’ árið 1992, en við það notaði hann 4-járn, af 213 yarda færi ( þ.e. 195 metra færi).

1-augusta

12) Besta/versta skorið 

Ef þið takið besta skorið á hverri holu í sögu Masters risamótsins, þá myndi heildartalan á skorkorti ykkar vera 32, með einungis 16 högg á hvorum leikhelmingi.  Ef tekin væru öll hæstu skorin hins vegar myndu þau hrúgast upp í 166 högg!!!

13) Fjögur fræknu
Af öllum leikmönnum, sem spilað hafa fleiri en 30 hringi á The Masters hafa aðeins 4 skor verið að meðaltali undir pari, en það eru eftirfarandi leikmenn:  Tiger Woods – 70.86, Phil Mickelson – 71.21, Fred Couples – 71.91 og Jack Nicklaus – 71.98.

14) Engar auglýsingar
The Masters er frægt fyrir að engar auglýsingar eru leyfðar á mótinu. Þegar bjór eða gostrukkar koma á Augusta til þess að fylla upp hjá í veitingatjöldunum, þá eru hliðar trukkanna faldir á bakvið græna Masters yfirbreiðslu.

1-a-snakk

15) Vellinum snúið við
Augusta National var snúið við þ.e. fyrri 9 voru spilaðar sem seinni 9 eftir fyrsta Masters mótið 1934.  Samt sýna gamlar skrár að hönnuðurinn Alister MacKenzie hafði í huga þá uppsetningu sem er nú, en breytti um 1931 til þess hugsanlega að leik yrði lokið nálægt klúbbhúsinu á 18. (sem nú er 9. hola).  Vellinum var snúið, í það form sem hann er í, í dag vegna þess að lægsti partur vallarins (í dag 10.-12. holur) átti á vandræðum með að ræsa sig í frosti og rigningum.  Með því að snúa vellinum gat leikur hafist fyrr – og það var meira drama eftir því sem leið á hringinn.

16) Alister MacKenzie sá aldrei Masters mót
Hönnuður Augusta Alister MacKenzie heimsótti Augusta síðast sumarið 1932. Hann dó 6. janúar 1934, þremur mánuðum áður en fyrsta Masters mótið fór fram

17) Mikil hækkun á verðlaunafé
Fyrstu 9 sigurvegarar á The Masters fengu $1,500 hver í sigurlaun. Árið 2014, hlaut Bubba Watson  $1.62 milljón fyrir sigur sinn.  Þetta er aukning um meira en 100.000% á 81 ári.

Bubba

18) Erfiðleikar Bobby Jones
Þrátt fyrir að hafa búið til the Masters risamótið, þá varð Bobby Jones aldrei meðal 10 efstu kylfinga í mótinu.  Hann spilaði 11 sinnum í mótinu og besti árangur hans var 13. sætið á 1. mótinu sem hann tók þátt í árið 1934.

19) Hinn berfætti Sam Snead
Fáir kylfingar ná að jafna árangri Sam Snead í  Augusta. Af 44 skiptum sem Slammin’ Sammy  (uppnefni Snead) tók þátt þá vann hann 3 sinnum og var 15 sinnum meðal topp 10.  En engu að síður árið 1942 leið Snead ekkert vel með leik sinn þannig að hann spilaði 9 holur berfættur. Hann varð nr. 7 í mótinu. Spurning hvort þetta væri leyfilegt í dag?

20) Nýnæmi
The Masters var fyrsta golfmótið, sem var 72 holu mót, spilað á 4 dögum. Og það var líka fyrsta mótið sem notaði yfir/undir par kerfið.

The Masters