Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 05:45

PGA: Piercy efstur e. 1. dag Shell Houston – jafnaði vallarmet m/ 63 höggum!

Bandaríski kylfingurinn Scott Piercy leiðir eftir 1. dag á Shell Houston Open, eftir glæsihring upp á 9 undir pari, 63 högg.

Þar með jafnaði hann vallarmetið á the Golf Club of Houston þar sem mótið fer fram.

Í 2. sæti eru landi Piercy, JB Holmes og þýsli kylfingurinn Alex Cejka á 7 undir pari, 65 höggum.

Fjórða sætinu e. 1. dag deila síðan 4 kylfingar þ.á.m. Phil Mickelson, sem sýndi snilldartakta í stutta spilinu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: