The 16th green at Augusta 20 staðreyndir sem þið vitið ekki um The Masters (fyrri grein af 2)
Það er litlu meira en 1 vika þar til The Masters 2015, fyrsta risamót ársins í golfinu hefst.
Golffréttamenn Evrópumótaraðarinnar hafa tekið saman 20 staðreyndir, sem þið vissuð ekki um Augusta National og fyrsta risamótið; e.t.v. atriði sem valda undrun. Hér fara fyrri 10 staðreyndirnar af 20:
1) Eitt sinn voru menn teknir í gíslingu þegar Bandaríkjaforseti spilaði Augusta
Árið 1983, spilaði Bandaríkjaforseti Ronald Reagan Augusta National í boði innanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Schultz. Íbúi Augusta, Charles Harris, truflaði hring þeirra með því að keyra trukk sínum gegnum hlið Augusta og heimtaði að fá að sjá forsetann. Harris tók síðan gísla og beindi að þeim byssu í pro shopinu í tvo tíma áður en leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem sér um öryggismál forsetann tókst að yfirbuga Harris.
2) Kylfuberar spila frítt
Á hverju ári, síðasta daginn áður en völlurinn lokar fyrir sumarið, þá geta kylfuberar spilað frítt. Allan daginn.
3) 19. hola Augusta
Þegar Alister MacKenzie hannaðiAugusta National bætti hann við 19. holunni sem hann nefndi ‘Double or Quits’, en sú hola var hönnuð sérstaklega til þess að skera úr um veðmál, en það sem lagt hafði verið undir manna í millum. Brautin var aðeins 90 yardar og hún var sú eina sem ekki var nefnd eftir tré, runna eða blómi og var notuð sem æfingapúttflöt í fyrsta Masters mótinu, sem fram fór 1934.
4) Amen Corner er ekki holur nr. 11, 12 og 13
Þetta er algengur misskilningur. Amen Corner er í raun aðhöggið á 11. holu, öll 12. holan og teighöggið á 13. holu.
5) Aðild að Augusta var bara viðráðanleg
Upprunalegt félagsaðild að Augusta National var á $350. Það samsvarar $4,000 (þ.e 550.000 íslenskum krónum) í dag.
6) Goðsögnin um Champions Dinner
Meðan að sigurvegari síðasta árs fær að velja máltíðina, sem höfð er á borðum í hinum fræga Champions Dinner sem fram fer á hverjum þriðjudegi fyrir mótið þá þurfa fyrrum sigurvegarar í Masters ekki að borða máltíðina. Leikmenn geta valið sér af matseðli klúbbsins og margir gera það. Eftir að Sandy Lyle sigraði á Masters 1988 bar hann fram haggis og sex-faldur sigurvegari Masters, Jack Nicklaus sagði við það tækifæri: „Ég vona að honum verði að því.“
7) Clifford Roberts
Eftir að veikjast 83 ára, þá batt annar stofnanda Augusta National, Clifford Roberts enda á líf sitt árið 1977, á hæðinni næst við Ike’s Pond á par-3 vellinum, en það var staður sem hann elskaði.
8) Bölvun par-3 mótsins
Það er kunnara en frá þurfi að segja að enginn kylfingur hefir sigrað í par-3 mótinu, sem haldið er fyrir mótið sjálft og síðan í mótinu sjálfu. Hins vegar hafa 4 kylfingar sigrað 9 holu shoot-out og hafa síðan sigrað í öðru risamóti þetta sama ár, en það eru: Tom Watson (1982 Opna bandaríska og Opna breska), Hubert Green (1985 PGA Championship), David Toms (2001 PGA Championship) og Louis Ooshuizen (2010 Opna breska). Þetta er alls ekki svo slæmt.
9) Masters Sleggjukeppnin
Áður en par-3 keppnin var að árlegum viðburði árið 1960 tóku þátttakendur í Masters þátt í sleggjukeppni (þ.e. keppni um lengsta drævið) áður en mótið sjálft hófst og í nákvæmnis áskorunum og besta bolta á dögunum fyrir mótið sjálft.
10) Það verður að vara sig á þeim sem er í forystu einn eftir 1. dag
Á 78. Masters risamótinu, hefir aðeins 4 leikmönnum tekist að sigra á Masters ár eftir ár (þ.e. Craig Wood, Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Raymond Floyd). Það hefir ekki verið sigurvegari tvö ár í röð á Augusta í 38 ár.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024




