Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 07:00

Rory skrifaði Tiger bréf 9 ára – Myndskeið

Þegar Rory McIlroy var 9 ára sendi hann bréf til  Tiger Woods þar sem kom fram að hann væri á hælum Tiger og stefndi að því að verða betri en hann.

Í tölvupósti til New York Times endursagði frændi Rory bréfið frá honum með eftirfarandi hætti, en Rory á m.a. að hafa skrifað: „Ég ætla mér að ná þér. Þetta er bara byrjunin. Fylgstu með bilinu (milli okkar verða minna).“

Rory, sem mun klára Grand Slam í næstu viku, ef hann sigrar á Masters, staðfesti að hann hefði skrifað bréfið.

Rory sagðist hafa „skrifað eitthvað í þessa veru.“

Rory, sem nú er 25 ára, er nú nr. 1 á heimslistanum og hefir sigrað í 4 risamótum.

Fréttamiðlar hafa verið uppfullir af fréttum af þessu bréfi Rory og eitt þeirra birti m.a. myndskeið um málið.  Sjá með því að SMELLA HÉR: