Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2015 | 11:55

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla varð í 2. sæti á háskólamóti í Suður-Karólínu!

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals, golflið Queens háskólans í Charlotte, Norður-Karólínu tóku þann 30-31. mars 2015 þátt í North Greenville University Cherokee Valley boðsmótinu.

Mótinu, sem fór fram í Cherokee Valley í Travelers Rest í Suður-Karólínu og gekk líka undir nafninu (Cherokee Valley Womans Invite) lauk í gær. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Íris Katla varð T-2 í einstaklingskeppninni, þ.e. deildi 2. sætinu í mótinu með 3 öðrum sem er stórglæsilegur árangur!!!

Íris Katla lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (76 77).  The Royals, lið Írisar Kötlu varð einnig í 2. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá úrslitin úr North Greenville University Cheokee Valley boðsmótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót The Royals er 12. apríl 2015.