Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2015 | 11:15

GR: Fyrsta opna mót Grafarholtsvallar 2015 – Opna Icelandair Golfers í samvinnu v/Samsung

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur náð samkomulagi við Icelandair og Samsung um fyrsta opna mót sumarsins og fer það fram sunnudaginn 7. júní á Grafarholtsvelli (þ.e. eftir aðeins u.þ.b. 2 mánuði!!!)

Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur og mun mótið heita Opna Icelandair Golfers í samvinnu við SAMSUNG. Af þessu tilefni undirrituðu Þorvarður Guðlaugsson frá Icelandair, Björn Björnsson frá Samsung og Ómar Örn Friðriksson frá GR samkomulag um framkvæmd mótsins.

Þetta er eitt af mörgum glæsilegum mótum sem haldin verða hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á komandi sumri. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir þátttakendur. Þar má nefna flugmiða til USA og Evrópu, símar og spjaldtölvur frá SAMSUNG, áskrift að Stöð 2 og Golfstöðinni svo fátt eitt sé nefnt.

Mótið verður nánar auglýst á heimsíðu GR www.grgolf.is þegar nær dregur.